Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar finnst skammsýni fólgin í því að gera aðeins sextíu aðgerðir á ári sem fyrirbyggja heilablóðföll þegar þörfin er rúmlega tvöfalt meiri. vísir/GVA Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“ Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00