Er Sigmundur Davíð að lýsa sjálfum sér? Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 11:14 Kenningar eru uppi á Facebook þess efnis að Sigmundur Davíð sé fremur að lýsa sér en Kára í grein sem vakið hefur mikla athygli. Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52