Er Sigmundur Davíð að lýsa sjálfum sér? Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 11:14 Kenningar eru uppi á Facebook þess efnis að Sigmundur Davíð sé fremur að lýsa sér en Kára í grein sem vakið hefur mikla athygli. Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52