Er Sigmundur Davíð að lýsa sjálfum sér? Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 11:14 Kenningar eru uppi á Facebook þess efnis að Sigmundur Davíð sé fremur að lýsa sér en Kára í grein sem vakið hefur mikla athygli. Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52