„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 15:35 Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. Vísir/Aðsend „Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19