Umræðu um fjárlög loks lokið Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pontu á þingfundi í gærkvöldi. Einar K. Guðfinnsson þingforseti stýrir fundinum, en umræður um fjárlög hafa aldrei staðið lengur á fyrri þingum. vísir/anton brink Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34
Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29