Systirin leysti af með Skálmöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. desember 2015 10:00 Skálmöld kom fram á átján tónleikum í tíu löndum í Evrópu. mynd/Jagoda Szymanska mynd/Jagoda Szymańska Hljómsveitin Skálmöld kom á dögunum heim eftir tæplega mánaðar langt tónleikaferðalag um Evrópu en sveitin lék á átján tónleikum í tíu löndum. „Austurríki, Þýskaland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland voru viðkomustaðirnir. Við höfðum spilað áður í flestum þessara landa en vorum að fara í fyrsta sinn til Finnlands og Eystrasaltslandanna. Það er alltaf ákveðin stemning og spenningur að leika í fyrsta sinn í hverju landi. Það gaf túrnum ákveðna vigt,“ segir Björgvin Sigurðsson, einn gítarleikari og einn söngvari Skálmaldar. Systkinin saman á túr Liðsskipan sveitarinnar í tónleikaferðinni var örlítið öðruvísi en venjan er því Helga Ragnarsdóttir, systir Snæbjörns bassaleikara sveitarinnar og Baldurs sem er einn af gítarleikurum og söngvurum sveitarinnar, lék með Skálmöld á túrnum. Hún lék á hljómborð og leysti þar með Gunnar Ben, hljómborðsleikara sveitarinnar, af á tónleikaferðinni. Hvernig var Helga að fíla rokkaralífernið? „Þetta gekk allt bara ljómandi vel. Sumir höfðu meira að segja orð á því að það væri bara alls ekki jafn óþolandi að hafa okkur öll þrjú systkinin saman og þeir höfðu búist við. Satt best að segja var þetta alveg nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég hef túrað áður í ýmsu samhengi og það er óttalega lítill munur, hvort sem um ræðir metaltúr eða indítúr. Svo eru metalaðdáendur upp til hópa ofsalegar dúllur svo þetta var bara eins og ég er vön. Síðan þekki ég til Skálmaldarstrákanna allra og vissi hverju ég hafði játað,“ segir Helga. Hún hefur komið víða við og hefur meðal annars spilað með hljómsveitinni Rökkurró og starfað með leikhópnum Lottu en í báðum verkefnum hefur hún ferðast talsvert.Liðsmenn Skálmaldar finna fyrir auknum vinsældum erlendis og segjast alltaf vera að sjá fleiri einstaklinga í Skálmaldar-bolum.Í fyrsta sinn aðalnúmerið erlendis Skálmöld var þó ekki ein á ferð því sveitin var að túra með svissnesku rokkhljómsveitinni Eluveitie. Í tónleikaferðinni kom þó upp tveggja daga pása þar sem Eluveitie spilaði á tónleikahátíðum þar sem Skálmöld var ekki að spila en okkar menn tóku þá til sinna ráða. „Eluveitie spiluðu á einhverjum festivölum sem höfðu verið bókuð löngu fyrir túrinn og við því ekki inni í þeim pakka. Við ákváðum þá í samstarfi við bókunarskrifstofuna okkar í Evrópu að bretta upp ermarnar og ráðast á einn síðasta hjallann sem við áttum eftir og spila í fyrsta sinn sem aðalnúmer utan Íslands. Það var gríðarlega gaman að fá loksins að spila „alvöru“ tónleika í fullri lengd á okkar forsendum fyrir fólk sem var komið til að sjá okkur og engan annan, stemmingin verður pínu önnur. Sem upphitunarband verður maður að vera í bardagaham og leggja af stað með markmiðið að vinna heilan sal af fólki sem veit ekkert um þig og er alveg sama og þú gefur engin grið fyrr en allir eru með, en þegar þú veist að fólkið er komið til að sjá þig getur maður leyft sér að slaka meira á, skemmta sér aðeins meira og taka aðeins meiri sénsa. Í báðum tilfellum er bannað að vera aumingi og bannað að sökka en nálgunin er aðeins önnur. Ég er hins vegar ekki viss um að neinn finni muninn nema við,“ útskýrir Jón Geir Jóhannsson trommuleikari sveitarinnar. Þetta er þriðja tónleikaferðin sem Skálmöld fer í með Eluveitie en sveitirnar hafa nú spilað saman á yfir 70 tónleikum.Matteo Sisti, sem er flautuleikari Eluveitie er mikill tattúmeistari og sést hér þarna að flúra bílstjórann hjá Eluveitie. Menn finna sér ýmislegt til dundurs baksviðs.Tónleikastaðirnir á ferðalaginu tóku flestir á bilinu 500 til 800 manns, stærsti staðurinn tók 1.500 manns og minnsti 300 manns. „Tónleikastaðirnir þar sem við héldum okkar eigin tónleika voru mun minni, tóku 100 manns hvor eða svo. Það kom skemmtilega á óvart að við fengum það marga á hvora tveggja tónleikana og við spiluðum eins og englar. Þetta voru sennilega heitustu gigg sem ég hef spilað og gleymast seint,“ bætir Baldur við.Hafa róast í djamminu Djamm og almenn gleði fylgir oft tónleikaferðalögum hjá hljómsveitum en hvort voru liðsmenn Skálmaldar eða Eluveitie duglegri í djamminu? „Eluveitie-liðar eru fleiri en við og hafa því klárlega djammað mun meira. En þetta var líka rólegasti túrinn okkar, djammlega séð, til þessa, við erum hugsanlega flestir að róast eitthvað en auðvitað eru menn eitthvað að djamma, mismikið auðvitað en það er klárlega alltaf gleði og gaman hjá okkur. Hljóðkerfið í rútunni fékk alveg að finna fyrir því á þessu ferðalagi,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, einn af gítarleikurum sveitarinnar.Jens var bílstjóri í ferðinni en hann er hér með grifflur sem Anna Snæbjörnsdóttir, sem er móðir Snæbjörns, Baldurs og Helgu, prjónaði. Ansi margir þungarokkarar á Íslandi eiga grifflur eftir Önnu.rightÍslensku rokkararnir ferðuðust um á glæsilegri rútu á ferðalagi sínu og segir Snæbjörn að ágætlega hafi farið um menn. „Á þessum lengri túrum erum við alltaf með Nightliner, sem sagt rútu með kojum sem við sofum í meðan við ferðumst milli borga. Að ætla sér að pakka eftir hvert einasta gigg, halda á hótel, leggja sig í örfáa tíma og sitja svo uppréttur í bíl í marga klukkutíma hvern einasta dag er óraunhæft. Við höfum áður deilt stórum Nightliner með böndum sem við túrum með en undanfarið höfum við dílað við fyrirtæki í Prag sem leigir okkur minni bíla. Þetta er breyttir kálfar með níu kojum, smá setustofu, ísskáp og neyðarklósetti. Þröngt og sveitt en hefur reynst okkur óskaplega vel. Að auki eru bílstjórarnir sem fyrir þá vinna algerir snillingar, bæði stórskemmtilegir menn sem og frábærir ökumenn. Það hjálpar til við að halda geðheilsunni í lagi að treysta þeim sem keyrir meðan þú skröltir óbundinn í kojunni þinni þegar bíllinn skellur ofan í enn eina holuna á einhverjum sveitavegi í Póllandi,“ segir Snæbjörn. Menn voru duglegir að kaupa sér vínylplötur á tónleikaferðinni og var bílstjórinn, Jens, duglegur að vísa mönnum veginn að næstu plötubúð á viðkomustöðunum. „Þegar ég lít til baka þá er Jensenatorinn stór og mikilvægur þáttur. Hann skildi reglulega eftir miða fyrir mig með upplýsingum um plötubúðir í þeim borgum sem við lékum í. Við Jens náðum vel saman í plötusöfnuninni og Baldur kom sterkur inn! Vinsældirnar aukast erlendis,“ segir Þráinn. Jens, Baldur og Þráinn keyptu sér yfir fimmtíu vínylplötur á túrnum.Mikil systkinaást var á túrnum eins og sjá má á þeim Helgu og Baldri Ragnarsbörnum.Skálmöld hefur undanfarin ár verið ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins en hefur einnig aukið vinsældir sínar erlendis. „Við fundum mikinn mun í þetta skiptið, við sjáum miklu fleiri Skálmaldarboli á ferðum okkar, fólk er meðvitaðra um tilvist bandsins og allt á blússandi siglingu. Það sem eiginlega stendur upp úr eftir þennan túr er hversu vel gengur,“ segir Snæbjörn. Nú þegar Skálmöld er komin heim aftur, hvað er þá fram undan hjá sveitinni? „Árið er búið að vera ofboðslegt og ýmislegt í farvatninu fyrir það næsta. Nákvæmlega núna er þó ekki margt sem við getum sagt frá, fyrir utan það að við ætlum okkur að gefa út plötu, sennilega seint næsta haust. Við erum í óðaönn að bóka næsta ár og útlit fyrir að útlandaferðunum eigi eftir að fjölga frekar en hitt.“ Góð stemning myndaðist á tónleikum sveitarinnar.Stund milli stríða. Meðlimir Skálmaldar spila hér pool á milli tónleika. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira
Hljómsveitin Skálmöld kom á dögunum heim eftir tæplega mánaðar langt tónleikaferðalag um Evrópu en sveitin lék á átján tónleikum í tíu löndum. „Austurríki, Þýskaland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland voru viðkomustaðirnir. Við höfðum spilað áður í flestum þessara landa en vorum að fara í fyrsta sinn til Finnlands og Eystrasaltslandanna. Það er alltaf ákveðin stemning og spenningur að leika í fyrsta sinn í hverju landi. Það gaf túrnum ákveðna vigt,“ segir Björgvin Sigurðsson, einn gítarleikari og einn söngvari Skálmaldar. Systkinin saman á túr Liðsskipan sveitarinnar í tónleikaferðinni var örlítið öðruvísi en venjan er því Helga Ragnarsdóttir, systir Snæbjörns bassaleikara sveitarinnar og Baldurs sem er einn af gítarleikurum og söngvurum sveitarinnar, lék með Skálmöld á túrnum. Hún lék á hljómborð og leysti þar með Gunnar Ben, hljómborðsleikara sveitarinnar, af á tónleikaferðinni. Hvernig var Helga að fíla rokkaralífernið? „Þetta gekk allt bara ljómandi vel. Sumir höfðu meira að segja orð á því að það væri bara alls ekki jafn óþolandi að hafa okkur öll þrjú systkinin saman og þeir höfðu búist við. Satt best að segja var þetta alveg nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég hef túrað áður í ýmsu samhengi og það er óttalega lítill munur, hvort sem um ræðir metaltúr eða indítúr. Svo eru metalaðdáendur upp til hópa ofsalegar dúllur svo þetta var bara eins og ég er vön. Síðan þekki ég til Skálmaldarstrákanna allra og vissi hverju ég hafði játað,“ segir Helga. Hún hefur komið víða við og hefur meðal annars spilað með hljómsveitinni Rökkurró og starfað með leikhópnum Lottu en í báðum verkefnum hefur hún ferðast talsvert.Liðsmenn Skálmaldar finna fyrir auknum vinsældum erlendis og segjast alltaf vera að sjá fleiri einstaklinga í Skálmaldar-bolum.Í fyrsta sinn aðalnúmerið erlendis Skálmöld var þó ekki ein á ferð því sveitin var að túra með svissnesku rokkhljómsveitinni Eluveitie. Í tónleikaferðinni kom þó upp tveggja daga pása þar sem Eluveitie spilaði á tónleikahátíðum þar sem Skálmöld var ekki að spila en okkar menn tóku þá til sinna ráða. „Eluveitie spiluðu á einhverjum festivölum sem höfðu verið bókuð löngu fyrir túrinn og við því ekki inni í þeim pakka. Við ákváðum þá í samstarfi við bókunarskrifstofuna okkar í Evrópu að bretta upp ermarnar og ráðast á einn síðasta hjallann sem við áttum eftir og spila í fyrsta sinn sem aðalnúmer utan Íslands. Það var gríðarlega gaman að fá loksins að spila „alvöru“ tónleika í fullri lengd á okkar forsendum fyrir fólk sem var komið til að sjá okkur og engan annan, stemmingin verður pínu önnur. Sem upphitunarband verður maður að vera í bardagaham og leggja af stað með markmiðið að vinna heilan sal af fólki sem veit ekkert um þig og er alveg sama og þú gefur engin grið fyrr en allir eru með, en þegar þú veist að fólkið er komið til að sjá þig getur maður leyft sér að slaka meira á, skemmta sér aðeins meira og taka aðeins meiri sénsa. Í báðum tilfellum er bannað að vera aumingi og bannað að sökka en nálgunin er aðeins önnur. Ég er hins vegar ekki viss um að neinn finni muninn nema við,“ útskýrir Jón Geir Jóhannsson trommuleikari sveitarinnar. Þetta er þriðja tónleikaferðin sem Skálmöld fer í með Eluveitie en sveitirnar hafa nú spilað saman á yfir 70 tónleikum.Matteo Sisti, sem er flautuleikari Eluveitie er mikill tattúmeistari og sést hér þarna að flúra bílstjórann hjá Eluveitie. Menn finna sér ýmislegt til dundurs baksviðs.Tónleikastaðirnir á ferðalaginu tóku flestir á bilinu 500 til 800 manns, stærsti staðurinn tók 1.500 manns og minnsti 300 manns. „Tónleikastaðirnir þar sem við héldum okkar eigin tónleika voru mun minni, tóku 100 manns hvor eða svo. Það kom skemmtilega á óvart að við fengum það marga á hvora tveggja tónleikana og við spiluðum eins og englar. Þetta voru sennilega heitustu gigg sem ég hef spilað og gleymast seint,“ bætir Baldur við.Hafa róast í djamminu Djamm og almenn gleði fylgir oft tónleikaferðalögum hjá hljómsveitum en hvort voru liðsmenn Skálmaldar eða Eluveitie duglegri í djamminu? „Eluveitie-liðar eru fleiri en við og hafa því klárlega djammað mun meira. En þetta var líka rólegasti túrinn okkar, djammlega séð, til þessa, við erum hugsanlega flestir að róast eitthvað en auðvitað eru menn eitthvað að djamma, mismikið auðvitað en það er klárlega alltaf gleði og gaman hjá okkur. Hljóðkerfið í rútunni fékk alveg að finna fyrir því á þessu ferðalagi,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, einn af gítarleikurum sveitarinnar.Jens var bílstjóri í ferðinni en hann er hér með grifflur sem Anna Snæbjörnsdóttir, sem er móðir Snæbjörns, Baldurs og Helgu, prjónaði. Ansi margir þungarokkarar á Íslandi eiga grifflur eftir Önnu.rightÍslensku rokkararnir ferðuðust um á glæsilegri rútu á ferðalagi sínu og segir Snæbjörn að ágætlega hafi farið um menn. „Á þessum lengri túrum erum við alltaf með Nightliner, sem sagt rútu með kojum sem við sofum í meðan við ferðumst milli borga. Að ætla sér að pakka eftir hvert einasta gigg, halda á hótel, leggja sig í örfáa tíma og sitja svo uppréttur í bíl í marga klukkutíma hvern einasta dag er óraunhæft. Við höfum áður deilt stórum Nightliner með böndum sem við túrum með en undanfarið höfum við dílað við fyrirtæki í Prag sem leigir okkur minni bíla. Þetta er breyttir kálfar með níu kojum, smá setustofu, ísskáp og neyðarklósetti. Þröngt og sveitt en hefur reynst okkur óskaplega vel. Að auki eru bílstjórarnir sem fyrir þá vinna algerir snillingar, bæði stórskemmtilegir menn sem og frábærir ökumenn. Það hjálpar til við að halda geðheilsunni í lagi að treysta þeim sem keyrir meðan þú skröltir óbundinn í kojunni þinni þegar bíllinn skellur ofan í enn eina holuna á einhverjum sveitavegi í Póllandi,“ segir Snæbjörn. Menn voru duglegir að kaupa sér vínylplötur á tónleikaferðinni og var bílstjórinn, Jens, duglegur að vísa mönnum veginn að næstu plötubúð á viðkomustöðunum. „Þegar ég lít til baka þá er Jensenatorinn stór og mikilvægur þáttur. Hann skildi reglulega eftir miða fyrir mig með upplýsingum um plötubúðir í þeim borgum sem við lékum í. Við Jens náðum vel saman í plötusöfnuninni og Baldur kom sterkur inn! Vinsældirnar aukast erlendis,“ segir Þráinn. Jens, Baldur og Þráinn keyptu sér yfir fimmtíu vínylplötur á túrnum.Mikil systkinaást var á túrnum eins og sjá má á þeim Helgu og Baldri Ragnarsbörnum.Skálmöld hefur undanfarin ár verið ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins en hefur einnig aukið vinsældir sínar erlendis. „Við fundum mikinn mun í þetta skiptið, við sjáum miklu fleiri Skálmaldarboli á ferðum okkar, fólk er meðvitaðra um tilvist bandsins og allt á blússandi siglingu. Það sem eiginlega stendur upp úr eftir þennan túr er hversu vel gengur,“ segir Snæbjörn. Nú þegar Skálmöld er komin heim aftur, hvað er þá fram undan hjá sveitinni? „Árið er búið að vera ofboðslegt og ýmislegt í farvatninu fyrir það næsta. Nákvæmlega núna er þó ekki margt sem við getum sagt frá, fyrir utan það að við ætlum okkur að gefa út plötu, sennilega seint næsta haust. Við erum í óðaönn að bóka næsta ár og útlit fyrir að útlandaferðunum eigi eftir að fjölga frekar en hitt.“ Góð stemning myndaðist á tónleikum sveitarinnar.Stund milli stríða. Meðlimir Skálmaldar spila hér pool á milli tónleika.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira