Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 14:11 Frá framkvæmdum við Austurbakka. Vísir/GVA Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum. Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum.
Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30