Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 14:11 Frá framkvæmdum við Austurbakka. Vísir/GVA Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum. Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum.
Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30