Besta ár landsliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2015 06:00 Strákarnir fagna. vísir/anton Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan. Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan.
Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn