Þingmaður vill skoða að breyta sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 18:22 „Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni. Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira
„Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni.
Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37