Innlent

Upplýsingar um skólahald

Birgir Olgeirsson skrifar
Skólahald fellur niður víðsvegar um land vegna veðurs.
Skólahald fellur niður víðsvegar um land vegna veðurs. Vísir/Pjetur
Skólahald fellur niður í Vesturbyggð, bæði í grunn- og leikskólum.

Skólahald fellur niður í grunn- og tónskóla Hólmavíkur sem og leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík.

Allt skólahald fellur niður í Súðavík.

Allt skólahald í Stórutjarnaskóla, Þingeyjarsveit, fellur niður í dag.

Hefðbundið skólahald verður í í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki.

Skólahald fellur niður í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar í dag.

Skólaakstur fellur niður í dag á Kjalarnesi og í Kjós. Klébergsskóli verður opinn en töluverð röskun verður á skólastarfinu vegna veðurs og fyrirsjáanlegra erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla. Foreldrar/forráðamenn meti sjálfir hvort þeir haldi börnum sínum heima eða sendi þau í skólann. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann.

Í Bolungarvík hefur verið tekin sú ákvörðun að opna ekki leikskólann strax. Var það gert í samráði við björgunarsveitina og verður staðan endurmetin klukkan 9.


Tengdar fréttir

Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu

Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi.

Skólar opnir á höfuðborgarsvæðinu en foreldrar beðnir um að fylgja yngri börnum

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×