Leggja til mikla aukningu framlaga til Landspítala og lífeyrisþega Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 20:30 Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira