Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 11:20 Ásta Kristín Andrésdótir og heilbrigðisstarfsfólk fagnaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hér fallast Ásta Kristín og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í faðma. Vísir/Stefán Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34