„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 10:50 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18