Ætlar að mynda hvert einasta hús Sigvalda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 20:00 Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira