Innanríkisráðherra boðar aðgerðir til að herða netöryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 19:11 Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum