Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 19:18 Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira