Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 19:18 Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira