Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 19:18 Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira