Lífið

GusGus kominn til móður sinnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikilvægt var að hafa hraðar hendur og finna GusGus, því hann er einungis tæplega mánaðargamall og enn á spena.
Mikilvægt var að hafa hraðar hendur og finna GusGus, því hann er einungis tæplega mánaðargamall og enn á spena.
Allt er gott sem endar vel því kiðlingurinn GusGus, sem tekinn var úr dýragarði í Arizona í Bandaríkjunum á dögunum, er kominn til síns heima. Mikil leit var gerð að honum, en hann er einungis tæplega mánaðargamall og enn á spena.

Með aðstoð samfélagsmiðla fannst GusGus litli fljótlega eftir að leit hófst. Hann fannst einn í miðborginni en talið er að dýragarðsgestur hafi tekið hann og skilið hann þar eftir. Ekki er vitað hver aðilinn óprúttni er.

GusGus uppskar mikil fagnaðarlæti viðstaddra er honum var skilað, ekki síst frá móður hans Custard, líkt og sést í eftirfarandi myndskeiði, sem óneitanlega yljar um hjartarætur.

Netverjar vöktu athygli á leitinni með kassamerkinu #FindGusGus Mæðginin saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.