Djúp lægð nálgast landið: Varað við stormi fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:16 Veðurstofan varar við stormi austanlands í dag. nullschool Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net. Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net.
Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira