Djúp lægð nálgast landið: Varað við stormi fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:16 Veðurstofan varar við stormi austanlands í dag. nullschool Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net. Veður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net.
Veður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira