Forysta Samfylkingarinnar þarf að líta í eigin barm Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2015 13:11 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Mynd/Eva Bjarnadóttir Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira