Sigmundur segir Vísi misskilja orð sín Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 15:02 Sigmundur Davíð meinti að hinir forsætisráðherrarnir tali um að þeir geti ekki sagt hug sinn, en það á ekki við um hann sjálfan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04