Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2015 12:15 Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. Vísir/Pjetur Landspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans tugi milljóna, vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Landspítalanum var gert að greiða henni laun starfsmannastjóra frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Samkvæmt dómi héraðsdóms fær starfsmannastjórinn greiddar rúmar 707 þúsund krónur á mánuði, alls 26.532.093 krónur auk dráttarvaxta.Björn Zöega, fyrrum forstjóri Landspítalans.GVASamið um að hún héldi sömu launum til 2017 Þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017. Einnig var gert ráð fyrir því að fyrir 31. maí 2017 skyldu aðilar samkomulagsins leitast við um að Kristjana Erna fengi sambærilegt starf og hún gegndi á Landspítala eða annars staðar hjá ríkinu. Ef það tækist ekki skyldi Kristjana Erna láta af störfum hjá Landspítalanum þann 31. mái 2017. Samið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Fengi hún nýtt starf hjá ríkinu eða öðrum aðila skyldu launagreiðslur falla niður, með þeirri undantekninu að ef laun væri lægri í nýju starfi skyldi Landspítalinn greiða mismuninn til 31. maí 2017.Fjármálaráðuneytið sagði að forstjóra hefði ekki verið heimilt að gera starfslokasamning Í byrjun janúar 2014 óskaði Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítala, eftir því að Kristjana Erna kæmi til fundar við sig. Þar tjáði hann henni að fjármálaráðuneytið hefði sent bréf þar sem kæmi fram að forveri hans í starfi, Björn Zoëga, hefði ekki haft leyfi til að gera við hana starfslokasamning og beindi ráðuneytið þeim tilmælum til Landspítala að binda endi á starfslokasamninginn. Landspítalinn taldi því að sér væri óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Skömmu síðar hittust Páll og Kristjana Erna á fundi þar sem rætt var um hugmyndir að verkefnum hennar þegar hún sneri aftur til starfa. Taldi Kristjana Erna að Páll hafi sagt að hann myndi tryggja henni sömu laun í nýju starfi. Í apríl var henni boðið starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmVar ekki tilbúin til þess að sætta sig við launalækkun „Launakjör þín yrðu að sjálfsögðu lægri en laun framkvæmdastjóra mannauðssviðs voru (enda ekki eðlilegt að fólk haldi fyrri launum í nýju, umfangsminna og ábyrgðarminna starfi) en launin myndu samt taka mið af langri starfsreynslu þinni, því hvernig gert er við aðra í svipaðri aðstöðu á spítalanum og vera þér fyllilega sæmandi,“ sagði í tölvupósti frá Páli Matthíassyni til Kristjönu Ernu. „Ég hef mikinn áhuga á því verkefni sem við ræddum á fundinum í apríl og tel mig geta nýst vel í því starfi. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að sætta mig við að taka á mig launalækkun vegna þessa,“ svaraði Kristjana Erna. Landspítalinn leit svo á að ef ekki væri komist að samkomulagi á milli spítalans og Kristjönu Ernu um annað starf innan spítalans fyrir 1. júní 2014 væri ráðningarsamningi aðila lokið frá og með þeim degi.Spítalanum ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum Kristjana Erna sætti sig ekki við þetta og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Um þetta var Landspítalinn ósammála og hvatti Páll Kristjönu til að þiggja það starf sem í boði var: „Ég hvet þig eindregið til að þiggja starfið svo við getum notið starfskrafta þinna áfram. Ef þér hugnast það ekki eða telur nauðsynlegt til að setja einhver skilyrði til að mynda um launakjör þá get ég ekki orðið við slíkum skilyrðum og þar með væri ráðningarsambandi þínu og Landspítala endanlega lokið.“ Í niðurstöðu dómsins segir að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi, nema skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Í málinu hafi hinsvegar ekkert komið fram um að skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Þannig hafi ekki verið séð að stefnandi hafi nokkru sinni hafnað því að koma aftur til starfa hjá stefnda og taka þá að sér önnur verkefni hjá Landspítalanum en hún sinnti áður. Landspítalinn var því dæmdur til að greiða skal greiða Kristjönu Ernu 26.532.093 kr. með dráttarvöxtum auk þess sem spítalinn greiddi málskostnað Kristjönu Ernu, 1.3 milljónir. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans tugi milljóna, vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Landspítalanum var gert að greiða henni laun starfsmannastjóra frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Samkvæmt dómi héraðsdóms fær starfsmannastjórinn greiddar rúmar 707 þúsund krónur á mánuði, alls 26.532.093 krónur auk dráttarvaxta.Björn Zöega, fyrrum forstjóri Landspítalans.GVASamið um að hún héldi sömu launum til 2017 Þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017. Einnig var gert ráð fyrir því að fyrir 31. maí 2017 skyldu aðilar samkomulagsins leitast við um að Kristjana Erna fengi sambærilegt starf og hún gegndi á Landspítala eða annars staðar hjá ríkinu. Ef það tækist ekki skyldi Kristjana Erna láta af störfum hjá Landspítalanum þann 31. mái 2017. Samið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Fengi hún nýtt starf hjá ríkinu eða öðrum aðila skyldu launagreiðslur falla niður, með þeirri undantekninu að ef laun væri lægri í nýju starfi skyldi Landspítalinn greiða mismuninn til 31. maí 2017.Fjármálaráðuneytið sagði að forstjóra hefði ekki verið heimilt að gera starfslokasamning Í byrjun janúar 2014 óskaði Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítala, eftir því að Kristjana Erna kæmi til fundar við sig. Þar tjáði hann henni að fjármálaráðuneytið hefði sent bréf þar sem kæmi fram að forveri hans í starfi, Björn Zoëga, hefði ekki haft leyfi til að gera við hana starfslokasamning og beindi ráðuneytið þeim tilmælum til Landspítala að binda endi á starfslokasamninginn. Landspítalinn taldi því að sér væri óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Skömmu síðar hittust Páll og Kristjana Erna á fundi þar sem rætt var um hugmyndir að verkefnum hennar þegar hún sneri aftur til starfa. Taldi Kristjana Erna að Páll hafi sagt að hann myndi tryggja henni sömu laun í nýju starfi. Í apríl var henni boðið starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmVar ekki tilbúin til þess að sætta sig við launalækkun „Launakjör þín yrðu að sjálfsögðu lægri en laun framkvæmdastjóra mannauðssviðs voru (enda ekki eðlilegt að fólk haldi fyrri launum í nýju, umfangsminna og ábyrgðarminna starfi) en launin myndu samt taka mið af langri starfsreynslu þinni, því hvernig gert er við aðra í svipaðri aðstöðu á spítalanum og vera þér fyllilega sæmandi,“ sagði í tölvupósti frá Páli Matthíassyni til Kristjönu Ernu. „Ég hef mikinn áhuga á því verkefni sem við ræddum á fundinum í apríl og tel mig geta nýst vel í því starfi. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að sætta mig við að taka á mig launalækkun vegna þessa,“ svaraði Kristjana Erna. Landspítalinn leit svo á að ef ekki væri komist að samkomulagi á milli spítalans og Kristjönu Ernu um annað starf innan spítalans fyrir 1. júní 2014 væri ráðningarsamningi aðila lokið frá og með þeim degi.Spítalanum ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum Kristjana Erna sætti sig ekki við þetta og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Um þetta var Landspítalinn ósammála og hvatti Páll Kristjönu til að þiggja það starf sem í boði var: „Ég hvet þig eindregið til að þiggja starfið svo við getum notið starfskrafta þinna áfram. Ef þér hugnast það ekki eða telur nauðsynlegt til að setja einhver skilyrði til að mynda um launakjör þá get ég ekki orðið við slíkum skilyrðum og þar með væri ráðningarsambandi þínu og Landspítala endanlega lokið.“ Í niðurstöðu dómsins segir að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi, nema skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Í málinu hafi hinsvegar ekkert komið fram um að skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Þannig hafi ekki verið séð að stefnandi hafi nokkru sinni hafnað því að koma aftur til starfa hjá stefnda og taka þá að sér önnur verkefni hjá Landspítalanum en hún sinnti áður. Landspítalinn var því dæmdur til að greiða skal greiða Kristjönu Ernu 26.532.093 kr. með dráttarvöxtum auk þess sem spítalinn greiddi málskostnað Kristjönu Ernu, 1.3 milljónir. Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira