Bændur segja oddvita hafa svikið sig Ingvar Haraldsson og Sveinn Arnarsson skrifa 3. nóvember 2015 07:00 Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, keypti hlutafé bænda í sláturhúsinu á Hellu og seldi það áfram til Kaupfélags Skagfirðinga á hærra verði. vísir/pjétur Bændur í Rangárþingi ytra telja oddvita sveitarfélagsins, Þorgils Torfa Jónsson, hafa svikið sig í viðskiptum þegar Sláturhúsið á Hellu var selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Hafi margir selt Þorgilsi Torfa sína hluti á sama tíma í góðri trú á mun lægra mati en því sem hann seldi svo áfram. Þorgils Torfi harðneitar því að hafa blekkt bændur.Þorgils Torfi JónssonÞorgils Torfi viðurkennir að hafa keypt af bændum bæði um vorið og einnig á sama tíma og verið var að handsala samning við KS. „Samningaviðræður hófust um vorið og var svo handsalað í kringum kosningarnar 2014,“ segir Þorgils Torfi, sem var sláturhússtjóri á þessum tíma. „Hins vegar er ekki rétt að þetta hafi verið svona einfalt, þetta voru nokkrar flækjur og það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS,“ segir Þorgils. Fréttablaðið ræddi við fjölda bænda í gær sem vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust afar óhressir með viðskipti sín við oddvitann. Hefðu þeir selt sína hluti á vel undir tveimur krónum á hvern hlut á sama tíma og KS er í viðræðum við Þorgils Torfa. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir sláturhúsið og Kjötbankann á samtals 282 milljónir króna. Samkvæmt því er verðið um sex krónur á hvern hlut. Þorgils Torfi keypti hins vegar bændur út á sama tíma á verði innan við tvær krónur á hvern hlut. Við þetta eru bændur ósáttir því Þorgils Torfi hafi verið innsti koppur í búri í samningaviðræðum við KS og vissi mun betur en aðrir hvað hægt væri að fá á hvern hlut. Sláturhúsið var í upphafi ársins 2014 í eigu 176 aðila, ýmist einstaklinga, fyrirtækja eða búnaðarfélaga í sveitinni. Í árslok 2015 hafði hluthöfum fækkað um 29 eða niður í 147 hluthafa. Í ársbyrjun 2014 átti Þorgils Torfi um 36 prósenta hlut í sláturhúsinu en við söluna í júní er selt 60 prósent hlutafé. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Bændur í Rangárþingi ytra telja oddvita sveitarfélagsins, Þorgils Torfa Jónsson, hafa svikið sig í viðskiptum þegar Sláturhúsið á Hellu var selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Hafi margir selt Þorgilsi Torfa sína hluti á sama tíma í góðri trú á mun lægra mati en því sem hann seldi svo áfram. Þorgils Torfi harðneitar því að hafa blekkt bændur.Þorgils Torfi JónssonÞorgils Torfi viðurkennir að hafa keypt af bændum bæði um vorið og einnig á sama tíma og verið var að handsala samning við KS. „Samningaviðræður hófust um vorið og var svo handsalað í kringum kosningarnar 2014,“ segir Þorgils Torfi, sem var sláturhússtjóri á þessum tíma. „Hins vegar er ekki rétt að þetta hafi verið svona einfalt, þetta voru nokkrar flækjur og það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS,“ segir Þorgils. Fréttablaðið ræddi við fjölda bænda í gær sem vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust afar óhressir með viðskipti sín við oddvitann. Hefðu þeir selt sína hluti á vel undir tveimur krónum á hvern hlut á sama tíma og KS er í viðræðum við Þorgils Torfa. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir sláturhúsið og Kjötbankann á samtals 282 milljónir króna. Samkvæmt því er verðið um sex krónur á hvern hlut. Þorgils Torfi keypti hins vegar bændur út á sama tíma á verði innan við tvær krónur á hvern hlut. Við þetta eru bændur ósáttir því Þorgils Torfi hafi verið innsti koppur í búri í samningaviðræðum við KS og vissi mun betur en aðrir hvað hægt væri að fá á hvern hlut. Sláturhúsið var í upphafi ársins 2014 í eigu 176 aðila, ýmist einstaklinga, fyrirtækja eða búnaðarfélaga í sveitinni. Í árslok 2015 hafði hluthöfum fækkað um 29 eða niður í 147 hluthafa. Í ársbyrjun 2014 átti Þorgils Torfi um 36 prósenta hlut í sláturhúsinu en við söluna í júní er selt 60 prósent hlutafé.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira