Innlent

„Það er árið 2015“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kjör Justin Trudeau þykir vera kúvending í kanadískum stjórnmálum.
Kjör Justin Trudeau þykir vera kúvending í kanadískum stjórnmálum. Vísir/Getty
Justin Trudeau nýkjörinn forsætisráðherra Kanada kynnti í dag ríkisstjórn sína. Helmingur ráðherra hans eru konur, aðspurður að því hver væri ástæðan fyrir því var svarið einfalt:

„Það er árið 2015,“ sagði Trudeau og fór hann ekkert nánar út í það eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Trudeau er 43 ára fyrrverandi kennari og þingmaður, en kosning Frjálslyndisflokksins batt enda á tíu ára stjórn Íhaldsmanna í Kanada. Faðir hans var einnig forsætisráðherra frá 1968 til 1984 og naut mikils fylgis.

Trudeau hefur lofað því að binda enda á þátttöku Kanadamanna í loftárásum í Sýrlandi, að draga úr niðurskurði og verja fjármagni til uppbyggingar innviða í Kanada.

Justin Trudeau on why his cabinet is 50% women: Cause it's 2015

WATCH: Prime Minister Justin Trudeau drops the mic with this outstanding answer about why his cabinet is gender balanced.

Posted by Global News on Wednesday, 4 November 2015

Tengdar fréttir

Trudau hættir loftárásum á ISIS

Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi.

Hver er Justin Trudeau?

Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×