Stærstu sveitarfélögin rekin með halla Sæunn Gísladóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 5. nóvember 2015 07:00 Rekstur stærstu sveitafélaganna er þungur á þessu ári. Rekstur fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins verður mjög erfiður á næsta ári ef rýnt er í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Lífeyrisskuldbindingar, hækkun launa umfram hækkun útsvarstekna og miklar skuldir gera sveitarfélögunum erfitt fyrir. Reykjavík skuldar orðið mest á hvern íbúa samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.Halldór HalldórssonStærstu sveitarfélögin fjögur verða öll rekin með halla á þessu ári og reksturinn fyrir næsta ár er í járnum. Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. Reykjavíkurborg ætlar sér að ná inn 7,6 milljörðum í fjárfestingartekjur. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir lítið mega út af bera til að markmið náist ekki. Þessir 7,6 milljarðar eiga að fást með sölu byggingarréttar, gatnagerðargjöldum og sölu eigna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur stöðuna alvarlega. „Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinnar dekka tapreksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar,“ segir Halldór. „Svo er gert ráð fyrir að Orkuveitan verði orðin nægilega sterk til að greiða arð til borgarinnar 2018. Nær væri að lækka þá gjaldskrá og skila því til baka til borgarbúa með þeim hætti og létta undir með borgarbúum.“Ármann Kr. ÓlafssonSömu sögu er að segja af Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á þessu ári og næsta ár verði erfitt. „Það sést á því að hækkun útsvarstekna fylgir ekki hækkun launakostnaðar. Við þurfum að skera niður í framkvæmdum á næsta ári til að mæta þessu. Einnig sjáum við fyrir okkur halla á yfirstandandi ári vegna hækkunar starfsmats og hækkunar lífeyrisskuldbindinga,“ segir Ármann. „Ég gæti trúað að næsta ár verði mjög erfitt ár fyrir öll stóru sveitarfélögin í landinu.“ Meira en helmingur rekstrartekna Akureyrar fer í laun á næsta ári og gert er ráð fyrir 360 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. Það mun allt þurfa að ganga upp svo halda megi því markmiði, að mati Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. „Staða sveitarfélagsins er þannig að það er ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir og að öllu óbreyttu þarf að hafa mikið aðhald í rekstrinum til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar,“ segir Guðmundur. „Það er ljóst að bæjarsjóður verður rekinn með halla á þessu ári. Hversu mikill hallinn verður mun skýrast betur þegar útkomuspáin sem er í vinnslu verður kláruð.“Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir segir þurfa að hagræða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar um allt að 1,3 milljarða á næsta ári. „Það stefnir í um 750 milljóna króna halla á þessu ári og því þarf að grípa til aðgerða,“ segir Rósa. „Því er farið mjög djúpt ofan í alla rekstrarliði í því augnamiði að nýta húsnæði, starfskrafta og fjármuni betur. Gangi áætlunin sem nú er lögð fram eftir, er ljóst að verulegar umbætur eru að verða á rekstri Hafnarfjarðarbæjar, án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Auðvitað eru skiptar skoðanir um einstaka þætti en verið er að forgangsraða með hagsmuni heildarinnar og skattgreiðenda í huga. Náist þessi markmið eru bjartari tímar fram undan í Hafnarfirði.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Rekstur fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins verður mjög erfiður á næsta ári ef rýnt er í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Lífeyrisskuldbindingar, hækkun launa umfram hækkun útsvarstekna og miklar skuldir gera sveitarfélögunum erfitt fyrir. Reykjavík skuldar orðið mest á hvern íbúa samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.Halldór HalldórssonStærstu sveitarfélögin fjögur verða öll rekin með halla á þessu ári og reksturinn fyrir næsta ár er í járnum. Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. Reykjavíkurborg ætlar sér að ná inn 7,6 milljörðum í fjárfestingartekjur. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir lítið mega út af bera til að markmið náist ekki. Þessir 7,6 milljarðar eiga að fást með sölu byggingarréttar, gatnagerðargjöldum og sölu eigna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur stöðuna alvarlega. „Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinnar dekka tapreksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar,“ segir Halldór. „Svo er gert ráð fyrir að Orkuveitan verði orðin nægilega sterk til að greiða arð til borgarinnar 2018. Nær væri að lækka þá gjaldskrá og skila því til baka til borgarbúa með þeim hætti og létta undir með borgarbúum.“Ármann Kr. ÓlafssonSömu sögu er að segja af Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á þessu ári og næsta ár verði erfitt. „Það sést á því að hækkun útsvarstekna fylgir ekki hækkun launakostnaðar. Við þurfum að skera niður í framkvæmdum á næsta ári til að mæta þessu. Einnig sjáum við fyrir okkur halla á yfirstandandi ári vegna hækkunar starfsmats og hækkunar lífeyrisskuldbindinga,“ segir Ármann. „Ég gæti trúað að næsta ár verði mjög erfitt ár fyrir öll stóru sveitarfélögin í landinu.“ Meira en helmingur rekstrartekna Akureyrar fer í laun á næsta ári og gert er ráð fyrir 360 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. Það mun allt þurfa að ganga upp svo halda megi því markmiði, að mati Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. „Staða sveitarfélagsins er þannig að það er ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir og að öllu óbreyttu þarf að hafa mikið aðhald í rekstrinum til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar,“ segir Guðmundur. „Það er ljóst að bæjarsjóður verður rekinn með halla á þessu ári. Hversu mikill hallinn verður mun skýrast betur þegar útkomuspáin sem er í vinnslu verður kláruð.“Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir segir þurfa að hagræða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar um allt að 1,3 milljarða á næsta ári. „Það stefnir í um 750 milljóna króna halla á þessu ári og því þarf að grípa til aðgerða,“ segir Rósa. „Því er farið mjög djúpt ofan í alla rekstrarliði í því augnamiði að nýta húsnæði, starfskrafta og fjármuni betur. Gangi áætlunin sem nú er lögð fram eftir, er ljóst að verulegar umbætur eru að verða á rekstri Hafnarfjarðarbæjar, án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Auðvitað eru skiptar skoðanir um einstaka þætti en verið er að forgangsraða með hagsmuni heildarinnar og skattgreiðenda í huga. Náist þessi markmið eru bjartari tímar fram undan í Hafnarfirði.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira