Stærstu sveitarfélögin rekin með halla Sæunn Gísladóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 5. nóvember 2015 07:00 Rekstur stærstu sveitafélaganna er þungur á þessu ári. Rekstur fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins verður mjög erfiður á næsta ári ef rýnt er í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Lífeyrisskuldbindingar, hækkun launa umfram hækkun útsvarstekna og miklar skuldir gera sveitarfélögunum erfitt fyrir. Reykjavík skuldar orðið mest á hvern íbúa samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.Halldór HalldórssonStærstu sveitarfélögin fjögur verða öll rekin með halla á þessu ári og reksturinn fyrir næsta ár er í járnum. Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. Reykjavíkurborg ætlar sér að ná inn 7,6 milljörðum í fjárfestingartekjur. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir lítið mega út af bera til að markmið náist ekki. Þessir 7,6 milljarðar eiga að fást með sölu byggingarréttar, gatnagerðargjöldum og sölu eigna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur stöðuna alvarlega. „Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinnar dekka tapreksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar,“ segir Halldór. „Svo er gert ráð fyrir að Orkuveitan verði orðin nægilega sterk til að greiða arð til borgarinnar 2018. Nær væri að lækka þá gjaldskrá og skila því til baka til borgarbúa með þeim hætti og létta undir með borgarbúum.“Ármann Kr. ÓlafssonSömu sögu er að segja af Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á þessu ári og næsta ár verði erfitt. „Það sést á því að hækkun útsvarstekna fylgir ekki hækkun launakostnaðar. Við þurfum að skera niður í framkvæmdum á næsta ári til að mæta þessu. Einnig sjáum við fyrir okkur halla á yfirstandandi ári vegna hækkunar starfsmats og hækkunar lífeyrisskuldbindinga,“ segir Ármann. „Ég gæti trúað að næsta ár verði mjög erfitt ár fyrir öll stóru sveitarfélögin í landinu.“ Meira en helmingur rekstrartekna Akureyrar fer í laun á næsta ári og gert er ráð fyrir 360 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. Það mun allt þurfa að ganga upp svo halda megi því markmiði, að mati Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. „Staða sveitarfélagsins er þannig að það er ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir og að öllu óbreyttu þarf að hafa mikið aðhald í rekstrinum til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar,“ segir Guðmundur. „Það er ljóst að bæjarsjóður verður rekinn með halla á þessu ári. Hversu mikill hallinn verður mun skýrast betur þegar útkomuspáin sem er í vinnslu verður kláruð.“Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir segir þurfa að hagræða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar um allt að 1,3 milljarða á næsta ári. „Það stefnir í um 750 milljóna króna halla á þessu ári og því þarf að grípa til aðgerða,“ segir Rósa. „Því er farið mjög djúpt ofan í alla rekstrarliði í því augnamiði að nýta húsnæði, starfskrafta og fjármuni betur. Gangi áætlunin sem nú er lögð fram eftir, er ljóst að verulegar umbætur eru að verða á rekstri Hafnarfjarðarbæjar, án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Auðvitað eru skiptar skoðanir um einstaka þætti en verið er að forgangsraða með hagsmuni heildarinnar og skattgreiðenda í huga. Náist þessi markmið eru bjartari tímar fram undan í Hafnarfirði.“ Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rekstur fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins verður mjög erfiður á næsta ári ef rýnt er í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Lífeyrisskuldbindingar, hækkun launa umfram hækkun útsvarstekna og miklar skuldir gera sveitarfélögunum erfitt fyrir. Reykjavík skuldar orðið mest á hvern íbúa samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.Halldór HalldórssonStærstu sveitarfélögin fjögur verða öll rekin með halla á þessu ári og reksturinn fyrir næsta ár er í járnum. Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. Reykjavíkurborg ætlar sér að ná inn 7,6 milljörðum í fjárfestingartekjur. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir lítið mega út af bera til að markmið náist ekki. Þessir 7,6 milljarðar eiga að fást með sölu byggingarréttar, gatnagerðargjöldum og sölu eigna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur stöðuna alvarlega. „Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinnar dekka tapreksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar,“ segir Halldór. „Svo er gert ráð fyrir að Orkuveitan verði orðin nægilega sterk til að greiða arð til borgarinnar 2018. Nær væri að lækka þá gjaldskrá og skila því til baka til borgarbúa með þeim hætti og létta undir með borgarbúum.“Ármann Kr. ÓlafssonSömu sögu er að segja af Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á þessu ári og næsta ár verði erfitt. „Það sést á því að hækkun útsvarstekna fylgir ekki hækkun launakostnaðar. Við þurfum að skera niður í framkvæmdum á næsta ári til að mæta þessu. Einnig sjáum við fyrir okkur halla á yfirstandandi ári vegna hækkunar starfsmats og hækkunar lífeyrisskuldbindinga,“ segir Ármann. „Ég gæti trúað að næsta ár verði mjög erfitt ár fyrir öll stóru sveitarfélögin í landinu.“ Meira en helmingur rekstrartekna Akureyrar fer í laun á næsta ári og gert er ráð fyrir 360 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. Það mun allt þurfa að ganga upp svo halda megi því markmiði, að mati Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. „Staða sveitarfélagsins er þannig að það er ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir og að öllu óbreyttu þarf að hafa mikið aðhald í rekstrinum til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar,“ segir Guðmundur. „Það er ljóst að bæjarsjóður verður rekinn með halla á þessu ári. Hversu mikill hallinn verður mun skýrast betur þegar útkomuspáin sem er í vinnslu verður kláruð.“Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir segir þurfa að hagræða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar um allt að 1,3 milljarða á næsta ári. „Það stefnir í um 750 milljóna króna halla á þessu ári og því þarf að grípa til aðgerða,“ segir Rósa. „Því er farið mjög djúpt ofan í alla rekstrarliði í því augnamiði að nýta húsnæði, starfskrafta og fjármuni betur. Gangi áætlunin sem nú er lögð fram eftir, er ljóst að verulegar umbætur eru að verða á rekstri Hafnarfjarðarbæjar, án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Auðvitað eru skiptar skoðanir um einstaka þætti en verið er að forgangsraða með hagsmuni heildarinnar og skattgreiðenda í huga. Náist þessi markmið eru bjartari tímar fram undan í Hafnarfirði.“
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira