Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, benti þingheimi á að sértekjur gætu komið til frádráttar á ríkisframlagi. Fréttablaðið/Valli Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira