Óttarr svarar Halldóri Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 12:24 Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar. Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00