Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2015 19:45 Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira