Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:45 Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu." Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu."
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira