Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 14:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan: Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03