Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 14:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan: Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03