Innlent

Lögreglan varar við fjárkúgurum á Facebook

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Íslenskir karlmenn hafa verið kúgaðir með kynferðislegum myndböndum sem tekin hafa verið upp í gegnum Skype.
Íslenskir karlmenn hafa verið kúgaðir með kynferðislegum myndböndum sem tekin hafa verið upp í gegnum Skype. Vísir/Getty Images
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar karlmenn við óprúttnum aðilum sem reynt hafa að kúga fé úr mönnum undanfarið. Fjárkúganirnar sem lögreglan hefur fengið tilkynningar um eiga það allar sameiginlegt að beinast gegn karlmönnum sem hafa átt í innilegum samskiptum við aðila af hinu kyninu gegnum samskiptamiðlana, Facebook og síðan Skype.

„Fjárkúgunin fara þannig fram að hugguleg manneskja byrjar að vingast karlana á Facebook og þau samskipti verða síðan af kynferðislegum toga og færast yfir á Skype,“ segir lögreglan í tilkynningu á Facebook. „Þetta reynist síðan vera tekið upp og í framhaldi er viðkomandi hótað að dreifa upptökunum til vina og vandamanna nema að greiðsla sé innt af hendi.“

Lögreglan hvetur fólk til að gæta sérstaklega að sér þegar kemur að samskiptum við ókunnuga í gegnum samskiptamiðla. Gera eigi ráð fyrir því að allt sem framkvæmt sé geti verið tekið upp. Þá vill lögreglan minna á að fólk tilkynni alltaf ef hótanir á borð við þessar berist.

Lögreglu hafa borist nokkrar tilkynningar um fjárkúganir, en allar eiga þær það sameiginlegt að beinast gegn karlmönnum...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, October 25, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×