Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var síðdegis kjörin nýr ritari Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 91,9 prósent gildra atkvæða en Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, sem dró formlegt framboð sitt til baka í gær, fékk 6,7 prósent atkvæða.
Áslaug Arna bauð sig óvænt fram í embættið og í kjölfarið ákvað Guðlaugur Þór að stíga til hliðar. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti og sagði hann í samtali við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því.
Áslaug nýr ritari Sjálfstæðisflokksins með 92 prósent atkvæða
