Innlent

Áslaug nýr ritari Sjálfstæðisflokksins með 92 prósent atkvæða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Áslaug var ein í formlegu framboði eftir að Guðlaugur Þór dró framboð sitt til baka.
Áslaug var ein í formlegu framboði eftir að Guðlaugur Þór dró framboð sitt til baka. Vísir/Snærós

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var síðdegis kjörin nýr ritari Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 91,9 prósent gildra atkvæða en Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, sem dró formlegt framboð sitt til baka í gær, fékk 6,7 prósent atkvæða.

Áslaug Arna bauð sig óvænt fram í embættið og í kjölfarið ákvað Guðlaugur Þór að stíga til hliðar. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti og sagði hann í samtali við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.