Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:53 Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Hólmfríður Magnúsdóttir bættist í hóp þeirra útvalinna leikmanna sem hafa spilað 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún var í byrjunarliði Íslands sem vann 6-0 sigur á Slóveníu ytra í kvöld. Hólmfríður þurfti þó að fara af velli strax á 30. mínútu er hnémeiðsli tóku sig upp. Hún segist hafa vitað að þetta myndi standa tæpt hjá henni í kvöld, enda missti Hólmfríður af leiknum gegn Makedóníu á fimmtudag vegna meiðslanna. „Ég vissi að ég var tæp þegar ég kom inn í þetta landsliðsverkefni,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég var ekki búin að taka 100 prósent þátt í neinni æfingu fyrir leikinn og hafði ekki verið í neinum „kontakt“ á æfingum. En ég er auðvitað afar ánægð með sigurinn og stigin þrjú,“ segir Hólmfríður. Hún var með bólgu í liðbandi í hægra hné en meiðslin tóku sig upp þegar hún var að gefa innanfótarsendingu inn fyrir varnarlínu Slóvena. „Ég fékk slink á hnéð og þá var þetta búið,“ segir Hólmfríður sem átti eina marktilraun í leiknum. „Venjulega hefði ég farið lengra og klárað skotið með hægri, í stað þess að skjóta þarna með vinstri.“ „En ég er afar ánægð með liðsheildina og að hafa unnið 6-0. Við getum verið stoltar af því. Við erum, sem liðsheild, að sýna meira og meira. Það er ekki létt verk að vinna þessa útileiki en þetta gætu reynst mikilvægustu sigrarnir okkar.“ „Þetta var frábær vika fyrir okkur enda umgjörðin í kringum liðið frábær,“ bætir Hólmfríður við en hún er vitanlega stolt af því að hafa náð 100 landsleikjum. „Auðvitað. Það er mikið afrek og ég er mjög stolt. Ég man eftir öllum hinum 99 leikjunum og ég mun líka muna eftir þeim hundraðasta.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir bættist í hóp þeirra útvalinna leikmanna sem hafa spilað 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún var í byrjunarliði Íslands sem vann 6-0 sigur á Slóveníu ytra í kvöld. Hólmfríður þurfti þó að fara af velli strax á 30. mínútu er hnémeiðsli tóku sig upp. Hún segist hafa vitað að þetta myndi standa tæpt hjá henni í kvöld, enda missti Hólmfríður af leiknum gegn Makedóníu á fimmtudag vegna meiðslanna. „Ég vissi að ég var tæp þegar ég kom inn í þetta landsliðsverkefni,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég var ekki búin að taka 100 prósent þátt í neinni æfingu fyrir leikinn og hafði ekki verið í neinum „kontakt“ á æfingum. En ég er auðvitað afar ánægð með sigurinn og stigin þrjú,“ segir Hólmfríður. Hún var með bólgu í liðbandi í hægra hné en meiðslin tóku sig upp þegar hún var að gefa innanfótarsendingu inn fyrir varnarlínu Slóvena. „Ég fékk slink á hnéð og þá var þetta búið,“ segir Hólmfríður sem átti eina marktilraun í leiknum. „Venjulega hefði ég farið lengra og klárað skotið með hægri, í stað þess að skjóta þarna með vinstri.“ „En ég er afar ánægð með liðsheildina og að hafa unnið 6-0. Við getum verið stoltar af því. Við erum, sem liðsheild, að sýna meira og meira. Það er ekki létt verk að vinna þessa útileiki en þetta gætu reynst mikilvægustu sigrarnir okkar.“ „Þetta var frábær vika fyrir okkur enda umgjörðin í kringum liðið frábær,“ bætir Hólmfríður við en hún er vitanlega stolt af því að hafa náð 100 landsleikjum. „Auðvitað. Það er mikið afrek og ég er mjög stolt. Ég man eftir öllum hinum 99 leikjunum og ég mun líka muna eftir þeim hundraðasta.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira