Innlent

Minjastofnun: Friðlýsing hafnargarðsins ekki á forsendum aldurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hafnargarðurinn er mikilvægur hluti af þróun borgarmyndir Reykjavíkur segir Minjastofnun.
Hafnargarðurinn er mikilvægur hluti af þróun borgarmyndir Reykjavíkur segir Minjastofnun. Vísir/GVA
Minjastofnun Íslands segir að ekki sé rétt að miða gildi hafnargarðsins við Austurbakka við aldur hans. Hafnargarðurinn hafi gildi sem hluti þeirra umfangsmikilla og mikilvægra framkvæmda sem hafnargerðin í Reykjavík hafi verið á sínum tíma.

Í yfirlýsingu frá Minjastofnun segir að friðlýsing hafnargarðsins sé ekki á forsendum aldurs heldur vegna þess að hann sé hluti af sögu hafnargerðar í Reykjavík sem átti sér stað á árabilinu 1913-1917. Að mati Minjastofnunar er hafnargarðurinn mikilvægur hluti af þróun núverandi borgarmyndar Reykjavíkur.

Vísað er til rökstuðnings Minjastofnunar þar sem segir að hafnargerðin í Reykjavík á árunum 1913-197 hafi á sínum tíma verið stærsta verklega framkvæmd sem ráðist hafði verið í hér á landi. Hafnargarðurinn sé vitnisburður um samgöngusögu og þróun Reykjavíkur á svæði þar sem flestar minjar fyrri tíðar séu horfnar. Öllum öðrum sýnilegum hlutum gömlu hafnarinnar var friðlýst árið 2012.

Forsvarsmenn framkvæmdaraðila á Austurbakka liggja nú yfir tillögu forsætisráðuneytisins um hvernig megi vernda vegginn án þess að það bitni á framkvæmdum. Búist er við að niðurstaða í málinu fáist fyrir helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×