Íslensk börn gætu haft það betra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. október 2015 07:00 Christine Puckering rannsakar hvers vegna íslensk börn hafa það gott og ætlar að miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til Skotlands. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
„Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira