Bændur styrktir til landgræðslu Sveinn Arnarsson og Guðsteinn Bjarnason skrifa 14. október 2015 07:00 „Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok,“ segir Þórólfur. vísir/pjetur Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra. Fréttablaðið fjallaði á laugardaginn um samvinnuverkefnið. Tugþúsundir hektara af eignarlandi bænda hafa verið græddar upp með styrk ríkisins frá árinu 1990. „Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. Skilyrði þess að fá að taka þátt í verkefninu er að land bænda, þeirra eigið eignarland, sé illa gróið eða ógróið og þá fá þeir styrk frá hinu opinbera til að gera landið sitt verðmætara og efnisríkara. Rúmlega 500 bændur vítt og breitt um landið hafa tekið þátt í verkefninu árlega frá árinu 1990. Eftir hrunið árið 2008 þurfti að skera mikið niður í fjárlögum. Þrátt fyrir það, í tíð síðustu ríkisstjórnar, hækkuðu framlögin jafnt og þétt og náðu hámarki árið 2011 þegar rúmum eitt hundrað milljónum var varið í verkefnið. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segist sjá margt jákvætt við þetta verkefni og sjálfur hafi hann tekið eftir ýmsum breytingum til hins betra, meðal annars gagnvart skógi og útbreiðslu skóglendis. „Það má segja að það sé jákvætt þegar menn eru að græða upp bletti þar sem eru birkiskógar nálægt. Óbeint hefur það styrkt skógana því í raun er verið að beina fénu þangað frá viðkvæmari blettum. Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok. Þeir hafa þurft að standa í því frá þarsíðustu aldamótum að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor, sem mikið hefur skrifað um landbúnaðinn og gagnrýnt ríkisfjármögnun hans hans. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra. Fréttablaðið fjallaði á laugardaginn um samvinnuverkefnið. Tugþúsundir hektara af eignarlandi bænda hafa verið græddar upp með styrk ríkisins frá árinu 1990. „Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. Skilyrði þess að fá að taka þátt í verkefninu er að land bænda, þeirra eigið eignarland, sé illa gróið eða ógróið og þá fá þeir styrk frá hinu opinbera til að gera landið sitt verðmætara og efnisríkara. Rúmlega 500 bændur vítt og breitt um landið hafa tekið þátt í verkefninu árlega frá árinu 1990. Eftir hrunið árið 2008 þurfti að skera mikið niður í fjárlögum. Þrátt fyrir það, í tíð síðustu ríkisstjórnar, hækkuðu framlögin jafnt og þétt og náðu hámarki árið 2011 þegar rúmum eitt hundrað milljónum var varið í verkefnið. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segist sjá margt jákvætt við þetta verkefni og sjálfur hafi hann tekið eftir ýmsum breytingum til hins betra, meðal annars gagnvart skógi og útbreiðslu skóglendis. „Það má segja að það sé jákvætt þegar menn eru að græða upp bletti þar sem eru birkiskógar nálægt. Óbeint hefur það styrkt skógana því í raun er verið að beina fénu þangað frá viðkvæmari blettum. Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok. Þeir hafa þurft að standa í því frá þarsíðustu aldamótum að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor, sem mikið hefur skrifað um landbúnaðinn og gagnrýnt ríkisfjármögnun hans hans.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira