Bændur styrktir til landgræðslu Sveinn Arnarsson og Guðsteinn Bjarnason skrifa 14. október 2015 07:00 „Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok,“ segir Þórólfur. vísir/pjetur Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra. Fréttablaðið fjallaði á laugardaginn um samvinnuverkefnið. Tugþúsundir hektara af eignarlandi bænda hafa verið græddar upp með styrk ríkisins frá árinu 1990. „Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. Skilyrði þess að fá að taka þátt í verkefninu er að land bænda, þeirra eigið eignarland, sé illa gróið eða ógróið og þá fá þeir styrk frá hinu opinbera til að gera landið sitt verðmætara og efnisríkara. Rúmlega 500 bændur vítt og breitt um landið hafa tekið þátt í verkefninu árlega frá árinu 1990. Eftir hrunið árið 2008 þurfti að skera mikið niður í fjárlögum. Þrátt fyrir það, í tíð síðustu ríkisstjórnar, hækkuðu framlögin jafnt og þétt og náðu hámarki árið 2011 þegar rúmum eitt hundrað milljónum var varið í verkefnið. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segist sjá margt jákvætt við þetta verkefni og sjálfur hafi hann tekið eftir ýmsum breytingum til hins betra, meðal annars gagnvart skógi og útbreiðslu skóglendis. „Það má segja að það sé jákvætt þegar menn eru að græða upp bletti þar sem eru birkiskógar nálægt. Óbeint hefur það styrkt skógana því í raun er verið að beina fénu þangað frá viðkvæmari blettum. Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok. Þeir hafa þurft að standa í því frá þarsíðustu aldamótum að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor, sem mikið hefur skrifað um landbúnaðinn og gagnrýnt ríkisfjármögnun hans hans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra. Fréttablaðið fjallaði á laugardaginn um samvinnuverkefnið. Tugþúsundir hektara af eignarlandi bænda hafa verið græddar upp með styrk ríkisins frá árinu 1990. „Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. Skilyrði þess að fá að taka þátt í verkefninu er að land bænda, þeirra eigið eignarland, sé illa gróið eða ógróið og þá fá þeir styrk frá hinu opinbera til að gera landið sitt verðmætara og efnisríkara. Rúmlega 500 bændur vítt og breitt um landið hafa tekið þátt í verkefninu árlega frá árinu 1990. Eftir hrunið árið 2008 þurfti að skera mikið niður í fjárlögum. Þrátt fyrir það, í tíð síðustu ríkisstjórnar, hækkuðu framlögin jafnt og þétt og náðu hámarki árið 2011 þegar rúmum eitt hundrað milljónum var varið í verkefnið. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segist sjá margt jákvætt við þetta verkefni og sjálfur hafi hann tekið eftir ýmsum breytingum til hins betra, meðal annars gagnvart skógi og útbreiðslu skóglendis. „Það má segja að það sé jákvætt þegar menn eru að græða upp bletti þar sem eru birkiskógar nálægt. Óbeint hefur það styrkt skógana því í raun er verið að beina fénu þangað frá viðkvæmari blettum. Auðvitað er það bara góðra gjalda vert að menn séu að reyna að bæta fyrir ofbeitina og stöðva fok. Þeir hafa þurft að standa í því frá þarsíðustu aldamótum að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor, sem mikið hefur skrifað um landbúnaðinn og gagnrýnt ríkisfjármögnun hans hans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira