Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stundaði vændi til að eiga fyrir skólagöngu barna sinna

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mirjam Foekje van Twuijver, hollenska konan sem í síðustu viku var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa smyglað tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til landsins í apríl síðastliðnum, segir að skipuleggjendur fíkniefnasmygls hingað til lands velji sér burðardýr með skipulögðum hætti.

Mirjam var í miklum fjárhagsvandræðum, heimilislaus og stórskuldug þegar maður að nafni Jeroen Bol, sem var gamall skólafélagi hennar og hún taldi vera vin sinn, bauð henni í frí til Íslands. Seinna kom í ljós að hann hafði smyglað fíkniefnum í ferðinni. Telur Mirjam að það hafi verið til að sýna henni fram á hve auðvelt væri að smygla fíkniefnum milli Hollands og Íslands.

Í fréttum Stöðvar tvö í kvöld, og í Íslandi í dag, verður rætt nánar við Mirjam um bakgrunn hennar og aðdragandann að fíkniefnasmyglinu.

Hún lifði í ofbeldisfullum fíkniefnaheimi og var það illa stödd fjárhagslega að hún stundaði vændi til að eiga fyrir skólagöngu barna sinna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og eru í opinni dagskrá. Ítarlegt viðtal við Mirjam verður svo sýnt í Íslandi í dag klukkan 18:55.


Tengdar fréttir

„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“

Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt.

Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar

Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×