Innlent

Vilja tappa af ferðamannastrauminum til Íslands

Una Sighvatsdóttir skrifar
Vittus Qujaukitsoq er utanríkis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Grænlands.
Vittus Qujaukitsoq er utanríkis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Grænlands.
Næstu nágrannar Íslands á norðurhveli, Grænlendingar, sjá mikil tækifæri í frekari opnun norðurslóða. Vittus Qujaukitsoq, utanríkis- og iðnaðarráðherra Grænlands hélt erindi á Arctic Circle ráðstefnunni í dag um framtíð Grænlands og ræddi við fréttastofu.

„Eins og við öllum vitum standa ríkin á norðurhveli frammi fyrir umtalsverðum áskorunum, ekki aðeins efnahagslega heldur líka hvað varðar uppbyggingu innviða. Allir innviðir umhverfis lönd á norðurslóðum eru undir álagi," sagði Vittus.

Í erindi sínu um framtíð Grænlands lagði hann hinsvegar höfuðáherslu á þau miklu tækifæri sem felist í norðurskautinu. Hann segir Grænlendinga horfa björtum augum til framtíðar, bæði hvað varðar sjálfbæra nýtingu á málmum og olíu úr jörðu, en einnig vegna möguleika á uppbyggingu ferðaþjónustu og þar horfi þeir til Íslands til fyrirmyndar.

„Við erum nágrannalönd og við sjáum mjög jákvæða þróun á Íslandi í ferðaþjónustu. Hlutirnir eru að gerast mjög hratt á Íslandi og við tengjum okkur auðvitað við Ísland í gegnum flugleiðirnar, til þess að hagnýta okkur þá sprengingu sem er á Íslandi í fjölgun ferðamanna. En það er rík þörf á nánari tengslum og samvinnu okkar á milli."


Tengdar fréttir

Grænlenskir stóriðjudraumar á ís

Verðlækkanir á málmum hafa sett drauma um stórtæka námuvinnslu á Grænlandi í biðstöðu. Lágt menntunarstig og skortur á innviðum standa atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×