Búast við framboði Ólafar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2015 07:00 Búist er við því að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefi kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer 23. – 25. október. Þetta er mat samflokksmanna Ólafar sem Fréttablaðið hefur talað við. Ólöf neitaði í gær að tjá sig um mögulegt framboð við fjölmiðla en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að hún tilkynni ákvörðun innan fárra daga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður flokksins, lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 fyrir mánuði að hún hygðist að óbreyttu gefa kost á sér til forystu í flokknum. „Ég held ég hafi mjög góðan stuðning á meðal sjálfstæðismanna, mér hefur alltaf gengið vel í þeim kosningum sem ég hef farið í hjá Sjálfstæðisfslokknum. En svo er þetta bara annað mál og mín staða í stjórnmálum hefur auðvitað breyst eilítið, það liggur alveg fyrir,“ sagði Hanna Birna þá. Töluverður þrýstingur hefur verið á Ólöfu, sem tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu í desember, að bjóða sig fram til formanns. Allt þar til á síðustu dögum hefur sú hvatning farið fram utan kastljóss fjölmiðlanna. En undanfarna daga hefur þrýstingurinn aukist með því að einstaka félög innan Sjálfstæðisflokksins hafa skorað á hana í framboð. Sjálfstæðisfélagið í Langholtshverfi reið á vaðið með ályktun fyrr í mánuðinum. Seint í fyrrakvöld bættust svo sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi við og skoruðu á Ólöfu að gefa kost á sér. Á mbl.is birtist svo áskorun frá tíu sjálfstæðismönnum á landinu sem allir gegna, eða hafa gegnt, forystuhlutverki í innra starfi flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri aðilar kunni að birta áskoranir opinberlega. Ekki náðist tal af Óttarri Guðlaugssyni, formanni Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hanna Birna ekki berjast fyrir endurkjöri, fari svo að Ólöf gefi kost á sér í embættið. Bjarni Benediktsson mun áfram gefa kost á sér sem formaður flokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson mun gefa kost á sér sem ritari. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Búist er við því að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefi kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer 23. – 25. október. Þetta er mat samflokksmanna Ólafar sem Fréttablaðið hefur talað við. Ólöf neitaði í gær að tjá sig um mögulegt framboð við fjölmiðla en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að hún tilkynni ákvörðun innan fárra daga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður flokksins, lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 fyrir mánuði að hún hygðist að óbreyttu gefa kost á sér til forystu í flokknum. „Ég held ég hafi mjög góðan stuðning á meðal sjálfstæðismanna, mér hefur alltaf gengið vel í þeim kosningum sem ég hef farið í hjá Sjálfstæðisfslokknum. En svo er þetta bara annað mál og mín staða í stjórnmálum hefur auðvitað breyst eilítið, það liggur alveg fyrir,“ sagði Hanna Birna þá. Töluverður þrýstingur hefur verið á Ólöfu, sem tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu í desember, að bjóða sig fram til formanns. Allt þar til á síðustu dögum hefur sú hvatning farið fram utan kastljóss fjölmiðlanna. En undanfarna daga hefur þrýstingurinn aukist með því að einstaka félög innan Sjálfstæðisflokksins hafa skorað á hana í framboð. Sjálfstæðisfélagið í Langholtshverfi reið á vaðið með ályktun fyrr í mánuðinum. Seint í fyrrakvöld bættust svo sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi við og skoruðu á Ólöfu að gefa kost á sér. Á mbl.is birtist svo áskorun frá tíu sjálfstæðismönnum á landinu sem allir gegna, eða hafa gegnt, forystuhlutverki í innra starfi flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri aðilar kunni að birta áskoranir opinberlega. Ekki náðist tal af Óttarri Guðlaugssyni, formanni Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hanna Birna ekki berjast fyrir endurkjöri, fari svo að Ólöf gefi kost á sér í embættið. Bjarni Benediktsson mun áfram gefa kost á sér sem formaður flokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson mun gefa kost á sér sem ritari.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira