Lífið

Neyðarlínan: „Þeir eru að drukkna, synir mínir“

Stefán Árni Pálsson skrifar

Ný þáttaröð af Neyðarlínunni hefur göngu sína á Stöð 2 þann 11. október. Þættirnir verða alls sjö talsins en í fyrsta þættinum verður fjallað um slys sem þorri þjóðarinnar fylgdist með fréttum af í vor.

Þá féllu tveir ungir bræður í hyl við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði og tveir menn hættu lífi sínu til að bjarga þeim. Í þættinum kemur ýmislegt nýtt fram um málið sem er kraftaverkasaga frá upphafi til enda.

Þættirnir verða á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20:05 á Stöð 2.Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þættinum og þar má heyra brot úr neyðarlínusamtali sem móðir drengjanna átti við starfsmann 112. 


Tengdar fréttir

Búið að fylla lón Reykdalsstíflu

Ákvörðun var tekin um að tæma lón stíflunnar eftir að tveir ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í yfirfallinu við stífluna í apríl síðastliðnum.

Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum

Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði.

Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni

"Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði.

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða við stífluna

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða og breytinga á svæðinu við Reykdalsstíflu, þar sem tveir ungir drengir lentu í lífsháska í síðustu viku, til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Þar til verður lónið tómt. Sextán ára stúlka vann mikið afrek þegar hún aðstoðaði við björgun drengjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×