Ekki þörf á sérstökum drónalögum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:30 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“ Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“
Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13