Ekki þörf á sérstökum drónalögum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:30 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“ Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“
Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13