Heiður að koma á eftir Audda Blö Guðrún Ansnes skrifar 6. október 2015 08:00 Gauti er gríðarlega spenntur fyrir þessu nýja tækifæri, þar sem hann stefnir á að finna athyglissýkinni góðan farveg. Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að toppa Audda Blö, hann er frábær í sínu starfi og með mikla reynslu í sjónvarpi. Ég ætla bara að gera mitt vel. Það er bara heiður að vera á eftir manni eins og Audda, sem ég hef fylgst með síðan hann var í 70 mínútum að borða snakk og með strípur,“ segir Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti eins og hann kallast í daglegu tali. Gauta þekkja flestir úr rappsenunni en nú söðlar hann um á öðrum sviðum og mun hann taka við af Auðuni Blöndal sem kynnir þáttanna Ísland Got Talent, en Auðunn hefur sinnt því hlutverki undanfarnar tvær þáttaraðir.Gott tækifæri „Þetta er frábært, svolítið skrítið í byrjun þegar ég fékk símtalið og allt hálf súrrealískt. Ef ég hefði ekki verið varaður við að símtalið væri að koma, hefði ég haldið að þetta væri grín,“ segir Gauti og bætir auðmjúkur við: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til þess að maður hafi unnið sig upp á einhvern stað fyrst maður fær að vera með í svona stóru verkefni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig.“ Gauti segist gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ekki síst sé horft til þeirrar staðreyndar að hann er nýbakaður faðir. „Það er nefnilega óskrifuð regla að pabbar þurfi að gera eitthvað sem gæti orðið vandræðalegt fyrir afkvæmið seinna meir. Svo ég lít svo á að hér sé ég að haka í ákveðin box sem faðir. Þetta verður gaman.“Annálaður athyglissjúklingur Gauti segir verkefnið henta sér sérlega vel, en hann sé annálaður athyglissjúklingur sem njóti þess út í ystu æsar að koma fram. „Fólk hefur haft gaman af, og mikla þörf fyrir að segja við mig: „Þú kemst ekkert áfram á athyglissýkinni,“ svo mér finnst alls ekki leiðinlegt afsanna þá mýtu. Ég gengst fyllilega við minni athyglissýki,“ bendir hann á og hlær. Hann skýtur jafnframt inn í að hann búi að býsna dýrmætri reynslu sjálfur, en hann tók þátt í Idol-stjörnuleit fyrir heilum áratug síðan. Þannig geti hann bráðlega státað af því að hafa setið beggja vegna borðsins en á þeim tíma voru félagarnir Simmi og Jói kynnar. „Þetta er auðvitað á netinu og lesendur Fréttablaðsins geta bara flett þessu upp á YouTube. Ég tók í framhaldinu þann pól í hæðina að deila þessu sjálfur á netinu, áður en aðrir myndu gera það og taka mig þannig af lífi. En ég meina, maður á náttúrulega ekkert að vera að skammast sín fyrir að láta vaða. Og ég meina, núna eru tíu milljónir í boði,“ segir Gauti, sem hefur varla tíma til að klára spjallið. „Ég er í þann mund að henda mér í ræktina. Ég samdi við Jón Gnarr um áskrift að Stöð 2 og korti í ræktina. Ég ætla klárlega að vera hot stöff á þessum pósterum og á skjánum,“ bætir hann við, laufléttur.Nýjir dómarar Lokast þar hringurinn, en undanfarna viku hafa róteringar dómnefndar verið tilkynntar og öllum úr fyrri dómnefnd skipt út en dómarar í þriðju þáttaröð Ísland Got Talent verða þau Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon, Marta María Jónasdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Ég er einmitt mjög spenntur fyrir að fylgjast með Jakobi og Mörtu ræða djasstónlist,“ segir Gauti glaður í bragði að lokum.Hér má sjá Gauta spreyta sig í Idol Stjörnuleit: Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég ætla ekkert að toppa Audda Blö, hann er frábær í sínu starfi og með mikla reynslu í sjónvarpi. Ég ætla bara að gera mitt vel. Það er bara heiður að vera á eftir manni eins og Audda, sem ég hef fylgst með síðan hann var í 70 mínútum að borða snakk og með strípur,“ segir Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti eins og hann kallast í daglegu tali. Gauta þekkja flestir úr rappsenunni en nú söðlar hann um á öðrum sviðum og mun hann taka við af Auðuni Blöndal sem kynnir þáttanna Ísland Got Talent, en Auðunn hefur sinnt því hlutverki undanfarnar tvær þáttaraðir.Gott tækifæri „Þetta er frábært, svolítið skrítið í byrjun þegar ég fékk símtalið og allt hálf súrrealískt. Ef ég hefði ekki verið varaður við að símtalið væri að koma, hefði ég haldið að þetta væri grín,“ segir Gauti og bætir auðmjúkur við: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til þess að maður hafi unnið sig upp á einhvern stað fyrst maður fær að vera með í svona stóru verkefni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig.“ Gauti segist gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ekki síst sé horft til þeirrar staðreyndar að hann er nýbakaður faðir. „Það er nefnilega óskrifuð regla að pabbar þurfi að gera eitthvað sem gæti orðið vandræðalegt fyrir afkvæmið seinna meir. Svo ég lít svo á að hér sé ég að haka í ákveðin box sem faðir. Þetta verður gaman.“Annálaður athyglissjúklingur Gauti segir verkefnið henta sér sérlega vel, en hann sé annálaður athyglissjúklingur sem njóti þess út í ystu æsar að koma fram. „Fólk hefur haft gaman af, og mikla þörf fyrir að segja við mig: „Þú kemst ekkert áfram á athyglissýkinni,“ svo mér finnst alls ekki leiðinlegt afsanna þá mýtu. Ég gengst fyllilega við minni athyglissýki,“ bendir hann á og hlær. Hann skýtur jafnframt inn í að hann búi að býsna dýrmætri reynslu sjálfur, en hann tók þátt í Idol-stjörnuleit fyrir heilum áratug síðan. Þannig geti hann bráðlega státað af því að hafa setið beggja vegna borðsins en á þeim tíma voru félagarnir Simmi og Jói kynnar. „Þetta er auðvitað á netinu og lesendur Fréttablaðsins geta bara flett þessu upp á YouTube. Ég tók í framhaldinu þann pól í hæðina að deila þessu sjálfur á netinu, áður en aðrir myndu gera það og taka mig þannig af lífi. En ég meina, maður á náttúrulega ekkert að vera að skammast sín fyrir að láta vaða. Og ég meina, núna eru tíu milljónir í boði,“ segir Gauti, sem hefur varla tíma til að klára spjallið. „Ég er í þann mund að henda mér í ræktina. Ég samdi við Jón Gnarr um áskrift að Stöð 2 og korti í ræktina. Ég ætla klárlega að vera hot stöff á þessum pósterum og á skjánum,“ bætir hann við, laufléttur.Nýjir dómarar Lokast þar hringurinn, en undanfarna viku hafa róteringar dómnefndar verið tilkynntar og öllum úr fyrri dómnefnd skipt út en dómarar í þriðju þáttaröð Ísland Got Talent verða þau Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon, Marta María Jónasdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Ég er einmitt mjög spenntur fyrir að fylgjast með Jakobi og Mörtu ræða djasstónlist,“ segir Gauti glaður í bragði að lokum.Hér má sjá Gauta spreyta sig í Idol Stjörnuleit:
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00