Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 14:53 Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira