Innlent

Missteig sig og hrapaði átta metra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var um 300 metra frá bílastæðinu.
Maðurinn var um 300 metra frá bílastæðinu. Vísir/Vilhelm
Ísraelski ferðamaðurinn sem lést við Svínafellsjökul á sunnudaginn virðist hafa hrasað eða misstigið sig sem leiddi til þess að hann féll um átta metra. Hann var ásamt um tuttugu samlöndum sínum á ferð um landið og var á göngu á stíg um 300 metra frá bílastæðinu. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Lík mannsins verður krufið áður en það verður sent til Ísrael. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur verið í samskiptum við sendiráð sitt í Noregi vegna þessa. Maðurinn var 65 ára gamall að því er fram kemur í ísraelskum fjölmiðlum.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést var frá Ísrael

Ferðamaðurinn sem lést þegar hann féll fram af klettum við vestanverðan Svínafellsjökull á öðrum tímanum í gær var 65 ára gamall Ísraelsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×