Innlent

Lést þegar hann féll fram af klettum við Svínafellsjökul

Atli Ísleifsson skrifar
Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar.
Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar. Vísir/Getty
Erlendur ferðamaður lést þegar hann féll fram af klettum við vestanverðan Svínafellsjökul á öðrum tímanum í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að maðurinn hafi verið hluti af hóp á ferð um landið.

Segir að hópurinn hafi fengið viðeigandi aðstoð í kjölfar áfallsins. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar.

Alvarlegt slys varð við Svínafellsjökul á öðrum tímanum í dag. Erlendur ferðamaður féll fram af klettum við vestanverðan...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Sunday, 20 September 2015


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×