Víti sem vonandi gleymist fljótt Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér skjóta yfir markið úr vítinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
„Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu