Innlent

Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum

Snærós Sindradóttir skrifar
Dómarar í Hæstarétti.
Dómarar í Hæstarétti. Vísir/stefán
„Skýringar tilnefningaraðila þar að lútandi hafa borist ráðuneytinu og var meginafstaða þeirra að þeir væru óbundnir af ákvæðum 15. gr, jafnréttislaga svo sem hér greinir.“ Þetta segir í bréfi Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins 22. júlí 2010. Tilefnið voru bréfaskriftir á milli ráðuneytisins og Dómstólaráðs þess efnis að ráðið vildi ekki verða við óskum ráðuneytisins um að tilnefna tvo af gagnstæðu kyni, og varamenn þeirra, í dómnefnd um hæfni umsækjenda í dómaraembætti.

Í bréfinu kemur fram, eins og áður segir að Lögmannafélagið og Hæstiréttur sem jafnframt voru beðnir um að tilnefna í nefndina hafi sama rökstuðning fyrir máli sínu og Dómstólaráð. Þ.e. að lög um dómstóla séu sérlög sem gangi framar jafnréttislögum. 

Nefndin var skipuð samdægurs og í kjölfarið birt frétt á vef Innanríkisráðuneytisins þar sem stóð: „Þegar tilnefnt var í nefndina kom fram hjá tilnefningaraðilum sú skoðun að ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna um hvernig tilnefnt skuli í nefndir og ráð á vegum ríkisins víki fyrir ákvæðum laga um dómstóla um tilnefningu í dómnefndina. Því hefur ráðherra ákveðið að láta skoða hvort rétt sé að breyta ákvæðum dómstólalaga, sem kveða á um hvernig tilnefnt er í nefndina, með hliðsjón af ákvæðum og markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.“

Þessi skoðun varð aldrei að frumvarpi og þar af leiðandi var engum reglum breytt. 

Dómnefndin er núna bara skipuð karlmönnum. 

Hér að neðan má sjá bréfaskipti ráðuneytisins og dómstólaráðs árið 2010.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×