Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2015 07:45 Skemmtiferðaskip á Ísafirði LC ráðgjöf ehf, sem vann verkefni vegna læsis skólabarna fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra, ráðlagði á sama tíma Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra um nýja ferðamálastefnu. Eigandi fyrirtækisins og annar starfsmaður er fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/pjétur Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00