Ferðaþjónustan svínar á starfsfólki sínu Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson, formaður einingar iðju Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent